3. bekkur tekur upp kartöflur

Nemendur eru að taka upp kartöflur

3. bekkur tekur upp kartöflur.

Nemendur í 3. bekk

Nemendur sem nú eru í 3. bekk settu niður kartöflur síðast liðið vor. Föstudaginn 3. október var komið að því að taka upp kartöflurnar. Nýju kartöflurnar voru soðnar og borðaðar ásamt smjöri með bestu lyst, um leið og nemendur horfðu á myndina Ævintýrið um kartöfluna undursamlegu.