Hagnýtar upplýsingar
Opnunartími skólans
Skólinn er opinn frá kl. 7:45 - 14:30
Skrifstofa
Skrifstofan er opin alla virka daga frá 8:00 - 15:30
Skrifstofustjóri er Ragnheiður Sigmarsdóttir
Sími skólans er: 411-6650
Netfang skólans er: hlidaskoli@rvkskolar.is
Nesti
Æskilegt er að allir nemendur komi með hollt og gott morgunnesti að heiman.
Áður en kennsla hefst að morgni eiga allir nemendur kost á heitum hafragraut og mjólk í matsal skólans og er hann framreiddur frá klukkan 8:00 til 8:30.
Nemendum í 8 -10. bekkjum býðst einnig hafragrautur í löngu frímínútum klukkan 9.50–10.10.
Skólinn er hnetulaus skóli.
Símanotkun
Hlíðaskóli er símalaus skóli.
Forfallatilkynningar
Forfallatilkynningar (veikindi eða leyfi) eru skráðar á Mentor eða á skrifstofu skólans í síma 411-6650. Sækja þarf sérstaklega um leyfi, sem eru lengri en 2 dagar, í gegnum Mentor.