Heilsugæsla í Hlíðaskóla
Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmiðið er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð þeirra að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Þjónusta heilsuverndar skólabarna er skráð í rafræna sjúkraskrá heilsugæslunnar.
Heilsugæsla Hlíðaskóla er á vegum heilsugæslunnar í Hlíðahverfi. Hjúkrunarfræðingur skólans, er með fasta viðveru í skólanum alla virka daga. Mikilvægt er að starfsfólk skólans fái upplýsingar um þá nemendur sem þurfa á sérstöku eftirliti og umhyggju að halda. Má þar nefna langvinna sjúkdóma, ofnæmi, lyfjanotkun eða breytingar á högum nemenda. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Hlutverk og leiðarljós
Tilgangur skólaheilsugæslu er að fylgjast með heilsu, þroska, líðan og högum barna á grunnskólaaldri. Hlutverk hennar er að stuðla að líkamlegu, andlegu og félagslegu heilbrigði skólabarna og að greina og sinna heilbrigðisvandamálum sem hafa áhrif á velferð nemenda og námsgetu. Einnig að meta þá þætti í umhverfi og aðstæðum barna sem hafa áhrif á heilsu og líðan þeirra. Boðið er upp á reglulegar skoðanir, viðtöl og fræðslu. Til þess að þetta sé mögulegt þarf að koma til samstarf allra í skólasamfélaginu, þ.e. nemenda, starfsfólks, foreldra og heilsugæslu og eftir þörfum aðila utan skólans.
Helstu verkefni heilsugæslunnar:
- 1. bekkur. Hjúkrunarskoðun, sjónpróf og heyrnarmæling. Bólusett gegn
barnaveiki og stífkrampa. - 2. bekkur. Hjúkrunarskoðun og sjónpróf.
- 3. bekkur. Hjúkrunarskoðun og berklapróf.
- 4. bekkur. Hjúkrunarskoðun og sjónpróf. Bólusett gegn mænusótt.
- 7. bekkur. Hjúkrunarskoðun og sjónpróf. Mótefni gegn rauðum hundum mæld hjá stúlkum og þeim sem engin mótefni hafa er boðin bólusetning. Einnig er boðið upp á bólusetningu gegn hettusótt.
- 9. bekkur. Hjúkrunarskoðun, sjónpróf og heyrnarmæling. Boðið viðtal við lækni.
Hjúkrunarfræðingur sér einnig um að fræða nemendur um svefn, hreinlæti og næringu.
Hafa samband
Hjúkrunarfræðingur
Sími / netfang