Náms- og starfsráðgjöf í Hlíðaskóla
Í Hlíðaskóla er Náms- og starfsráðgjafi í 100% starfshlutfalli. Námsráðgjafi er trúnaðarmaður nemenda og stendur vörð um velferð þeirra. Hann liðsinnir nemendum í málum er snerta skólavist þeirra og veitir þeim ráðgjöf um hvernig þeir geti fengið úrlausn sinna mála. Náms- og starfsráðgjafinn vinnur bæði með einstaklingum og hópum. Öllum nemendum og foreldrum/forráðamönnum eru velkomið að leita til náms- og starfsráðgjafa.
Náms- og starfsráðgjafi vinnur í samstarfi við foreldra eftir því sem við á. Einnig hefur hann samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan eða utan skólans, s.s. sérkennara, hjúkrunarfræðing, skólasálfræðing og vísar málum til þeirra í samráði við nemendur og foreldra. Náms- og starfsráðgjafi er bundinn þagnaskyldu.
Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa
- Veitir nemendum ráðgjöf um náms- og starfsval og fræðir þá um nám, störf og atvinnulíf
- Leiðbeinir nemendum um árangursrík vinnubrögð í námi
- Hjálpar nemendum að finna lausn á persónulegum málum sem hindra þá í námi
- Tekur þátt í að skipuleggja náms- og starfsfræðslu í skólanum
- Býr nemendur undir flutning milli skóla og skólastiga með skipulögðum kynningum
- Aðstoðar nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og styrkleikum
- Sinnir fyrirbyggjandi starfi með fræðslu og ráðgjöf