Táknmálssvið
Hlutverk Táknmálssviðs Hlíðaskóla er að veita börnum með heyrnarskerðingu eða samþætta sjón- og heyrnarskerðingu kennslu við hæfi. Flestir nemendur á táknmálssviði fá kennslu á táknmáli eða táknmálsstuðning í kennslustundum. Nemendur á Táknmálssviði koma úr öllum hverfum borgarinnar og úr öðrum sveitarfélögum þegar það á við. Í þeim tilfellum greiðir sveitarfélagið sérstaklega fyrir skólavist barnsins. Nemendur á Táknmálssviði tilheyra almennum bekkjum og fylgja jafnöldrum sínum bæði í námi og félagsstarfi eins og kostur er.
Hvað er CODA?
CODA er skammstöfun fyrir Children Of Deaf Adults, þ.e.a.s börn heyrnarlausra foreldra.
Samskipti við Döff
Nám og kennsla
Fagfólk Táknmálssviðs skipuleggur nám nemenda miðað við námslega stöðu og getu hvers og eins, að höfðu samráði við foreldra, deildarstjóra og umsjónarkennara. Kennsla á Táknmálssviði miðast við Aðalnámsskrá grunnskóla eins og mögulegt er.
Einstaklingsmiðað nám
Námsmat
Námsmat á Táknmálssviði er unnið í takt við annað námsmat í skólanum. Fylgst er náið með námsframvindu og félagslegri stöðu barnanna.
Ráðgjafi Táknmálssviðs
Innritun og útskrift
Markmið reglna um innritun og útskrift nemenda af Táknmálssviði í Hlíðaskóla er meðal annars að tryggja jafnræði við umfjöllun umsókna og vandaða stjórnsýslu við afgreiðslu þeirra.
Reglur um innritun og úrskrift á Táknmálssvið Hlíðaskóla
Hvenær var Táknmálssvið Hlíðaskóla stofnað?
Árið 1999 hófst samvinna milli Hlíðaskóla og Vesturhlíðarskóla með námslega og félagslega blöndun nemenda beggja skólanna í huga. Á fundi fræðsluráðs Reykjavíkur 13. maí 2002 var samþykkt að Vesturhlíðarskóli og Hlíðaskóli yrðu sameinaðir í einn skóla undir heitinu Hlíðaskóli frá og með 1. september 2002 og frá þeim tíma innritast heyrnarlausir og heyrnarskertir nemendur á Táknmálssvið Hlíðaskóla.