Útivistardagar

utivist1

Útivistardagar í Hlíðaskóla 9. og 10. september.

Útivistardagar 9. og 10. september

Í Hlíðaskóla voru haldnir útivistadagar 9. og 10. september, þar sem hefðbundin stundaskrá víkur fyrir skemmtilegum verkefnum í nærumhverfi skólans.

Þriðjudaginn 9. september tóku nemendur þátt í fjölbreyttum verkefnum tengdum útivist og náttúru. Flestir árgangar nýttu Öskjuhlíð þar sem unnið var með fuglalíf, náttúrufyrirbrigði og sögu Reykjavíkur. Þar var m.a. ratleikur um stríðsminjar sem tók mið af sögulegum stöðum. Aðrir árgangar gengu í Laugardalinn og tóku þátt í verkefnum tengdum atvinnusögu Reykjavíkur.

Miðvikudaginn 10. september var svo haldinn vinaliðadagur þar sem nemendur voru í blöndum aldurshópum. Þeir tóku þátt í fjölbreyttum leikjum sem settir höfðu verið upp á skólalóðinni. Þar var m.a. snú snú snú, verpa eggjum og öðrum gamalgrónum hópleikir sem höfða jafnt til yngri sem eldri. Veðrið lék við okkur og skemmtu nemendur sér hið besta.

Dagarnir enduðu svo á sameiginlegu pylsugrilli þar sem nemendum og starfsfólki var boðið upp á grillaðar pylsur og nutu samverunnar í góðu veðri.