Skólaráð Hlíðaskóla

Skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald.

Hlutverk skólaráðs

Hlutverk skólaráðs er að skapa lýðræðislegan vettvang þar sem raddir allra fulltrúa skólasamfélagsins eiga að heyrast.
 

Verkefnaskrá
Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, skóladagatal, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.

Skólaráð fær til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.

Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. 

Handbók um skólaráð

Teikning af hópi fólks.

Skólaráð Hlíðaskóla 2024-2025

Skólastjóri: 
Berglind Stefánsdóttir
Fulltrúar kennara:
Anna Soffia Reynisdóttir
Brynja Blumenstein
Fulltrúi starfsfólks:
Guðni Kristmundsson matráður
Fulltrúar nemenda: 
Sigrún Marta Arnalds 10. GIR Tómas Hinrik Holloway  10. GIR
Fulltrúar foreldra:
Marissa Pinal
Bryndís Jónatansdóttir
Fulltrúi grenndarsamfélagsins:
Louisa Christina á Kósini íþróttafulltrúi Vals