Skólinn

Teikning af Fjólu og samnemendum hennar ásamt tveimur kennurum.

Hlíðaskóli er heildstæður grunnskóli sem starfar samkvæmt grunnskólalögum, Aðalnámskrá grunnskóla og þeirrar stefnu sem mörkuð er af fræðsluyfirvöldum Reykjavíkur. Hlíðaskóli hóf starfsemi sína árið 1955, þá fyrst í húsnæði við Eskihlíð en skólinn flutti í núverandi húsnæði árið 1960. 

Í skólanum eru rúmlega 620 nemendur í 1. - 10. bekk og eru starfsmenn skólans rúmlega 100. Hlíðaskóli er hverfisskóli fyrir nemendur búsetta við Miklubraut, í Hlíðunum sunnan Miklubrautar og í Hlíðarenda. Hér má sjá skólahverfi Reykjavíkurborgar á korti.

Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, virðing og vinsemd. Þau eru leiðarljós í öllu starfi Hlíðaskóla.

Meira um Hlíðaskóla
 

Frístundastarf

Frístundaheimilið Eldflaugin er fyrir börn í 1.-4. bekk við Hlíðaskóla og félagsmiðstöðin Gleðibankinn býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.

Stjórnendur í Hlíðaskóla

 

Skólastarfið

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Hlíðaskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira. 

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Hlíðaskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi. 

  • Skoða skólanámskrá (er í vinnslu)

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2025-2026 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.

Teikning af Fjólu að borða mat í skólanum

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.

Teikning af fólki að spjalla saman.

Skólaráð

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Meginhlutverk skólaráðs að vera vettvangur fyrir alla fulltrúa skólasamfélagsins til að eiga samráð um málefni skólans.

Mat á skólastarfi

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.