Um Hlíðaskóla
Hlíðaskóli er heildstæður grunnskóli sem starfar samkvæmt grunnskólalögum, Aðalnámskrá grunnskóla og þeirrar stefnu sem mörkuð er af fræðsluyfirvöldum Reykjavíkur. Um 630 nemendur eru Hlíðaskóla í 1. - 10. bekk. Starfsmenn skólans eru rúmlega 100. Frá haustinu 2002 hefur verið starfrækt táknmálssvið í Hlíðaskóla fyrir döff og heyrnarskerta nemendur sem og tvítyngd CODA börn. Allir nemendur skólans fá því kennslu í íslensku táknmáli.
Góður skólabragur
Í Hlíðaskóla er lögð rík áhersla á góðan skólabrag og vinsamlegt samfélag. Skólinn er sameiginlegur vinnustaður margra ólíkra einstaklinga sem eiga rétt á því að stunda nám og starf í öruggu umhverfi.
Ábyrgð, virðing og vinsemd
Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, virðing og vinsemd og eru þau eru leiðarljós í öllu starfi Hlíðaskóla. Vorið 2022 fékk Hlíðaskóli viðurkenninguna Regnbogavottun Reykjavíkurborgar en markmiðið hennar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinsegin vænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega, og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks.
Segja má að Hlíðaskóli sé fjölmenningarlegur skóli, en um 17% nemenda hefur annað móðurmál en íslensku og eru 28 mismunandi tungumál töluð í skólanum.
Saga Hlíðaskóla
Hlíðaskóli hóf starfsemi sína árið 1955, þá fyrst í húsnæði við Eskihlíð en skólinn flutti í núverandi húsnæði árið 1960. Íþróttahús skólans var reist árið 1981 á austurhluta skólalóðar. Árið 2003 var tekin í notkun viðbygging við skólann og telst skólinn nú fullbyggður. Vegna fjölgunar nemenda við skólann voru þrjár lausar skólastofur teknar í notkun í janúar 2023 og útlit fyrir að þær verði fleiri.
Stjórnendur í Hlíðaskóla
- Skólastjóri er Berglind Stefánsdóttir.
- Aðstoðarskólastjórar eru
Aðalheiður Bragadóttir
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir - Deildarstjóri unglingastigs er Margrét Snæbjörnsdóttir
- Deildarstjóri stoðþjónustu er Oddný Yngvadóttir
- Deildarstjóri á táknmálssviði er Kolbrún Bergmann Björnsdóttir