Um Hlíðaskóla

Hlíðaskóli sjötíu ára 1955-2025

Hlíðaskóli hóf starfsemi sína árið 1955, þá fyrst í húsnæði við Eskihlíð en skólinn flutti í núverandi húsnæði árið 1960. Íþróttahús skólans var reist árið 1981 á austurhluta skólalóðar. Árið 2003 var tekin í notkun viðbygging við skólann. Vegna fjölgunar nemenda við skólann voru þrjár lausar skólastofur teknar í notkun í janúar 2023 og tveimur  stofum bætt við í upphafi skólaárs 2024-2025. 

Hlíðaskóli er heildstæður grunnskóli með 10. bekkjadeildum sem starfar samkvæmt grunnskólalögum. Frá haustinu 2002 hefur verið starfrækt táknmálssvið í Hlíðaskóla fyrir döff og heyrnarskerta nemendur sem og tvítyngd CODA börn. Allir nemendur í 1.-7. bekk skólans fá kennslu í íslensku táknmáli. 
 

Góður skólabragur

Í Hlíðaskóla er lögð áhersla á að skapa gott námsumhverfi og inngildandi samfélag til að tryggja með því öryggi og velferð nemenda og starfsfólks. Áhersla er lögð á að efla félagsþroska nemenda og veiti þeim tækifæri til að takast á við krefjandi verkefni sem reyna á samvinnu. Í samstarfi þarf að bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum, sýna umburðarlyndi og vinsemd. Rík áhersla er lög á inngildandi skólastarf, góðan skólabrag og vinsamlegt samfélag. Hlíðaskóli er sameiginlegur vinnustaður margra ólíkra einstaklinga sem eiga rétt á því að stunda nám og starf í öruggu umhverfi.

 

 

Teikning af Fjólu fagna með öðrum krökkum

Ábyrgð, virðing og vinsemd

Í Hlíðaskóla leggjum við áherslu á að nemendur verði virkir þátttakendur í samfélagi sem stöðugt tekur breytingum. Starf okkar byggir á umburðarlyndi, kærleika og virðingu, og hefur að leiðarljósi jafnrétti, ábyrgð og samkennd.

Við leggjum áherslu á styrkleika nemenda og að þeir fái tækifæri til þess að þroska með sér jákvæða sjálfsmynd og skilji tengsl sín við aðra og samfélagið. Að nemendur fá tækifæri til að skapa, rannsaka, vaxa og móta með sér sjálfstæða hugsun og frumkvæði.

Sterkt samstarf við heimilið er kjölfesta skólastarfsins, með samstilltu átaki tryggjum við að skólamenning Hlíðaskóla verði sameiginlegt verkefni heimili og skóla. Skólabragur grundvallast á trausti og rödd allra skiptir máli í öllu okkar starfi.

Teikning af kennara fyrir framan töfluna í kennslustofu.

Leiðsagnarnám

Hlíðaskóli vinnur eftir hugmyndafræði leiðsagnarnáms og hefur þá hugmyndafræði að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Tilgangur leiðsagnarnáms er að valdefla nemendur, svo þeir verði færir um að taka ábyrgð á eigin námi. Leiðsagnarnám byggir á fimm stoðum sem ýtir undir námsmenningu þar sem nemendur og kennarar hafa vaxandi hugarfar, trú á eigin getu. Sem hefur áhrif námsmenningu þar sem mistök eru nýtt til framfara, markmið og viðmið að settu marki eru skýr og skipulag byggir á samræðum þar sem nemendur fá tækifæri til þess að tjá sig um námsefnið. Saman gegna þessar aðferðir því hlutverki að valdefla nemendur og gera þá virkari og ábyrgari í eigin námi.

rvk_gskolar_iPad